Piltur Og Stúlka

5 views

Lyrics

Kona og maður
 Sitja við sama borð
 Piltur og stúlka
 Þetta eru bara orð.
 Í hverjum manni býr kona
 Og í hverri konu karl.
 Og tvisvar sinnum verður
 Hver gamall maður barn.
 Seint mun fólki sæma
 Í krafti sannfæringar
 Aðra menn að dæma.
 Við erum öll úr sama efni
 Syngjum öll í sama kór
 Það er sama hvern ég nefni
 Hvort þú er lítill eða stór.
 Þá sannast það að nýju
 Að allir þurfa hrós,
 Líkt og sálin þarfnast hlýju
 Þarf lífið sólarljós
 Ertu nógu mikill maður
 Til að viðurkenna að
 Við upphaf hverrar æfi
 Er kynið ávallt það.
 Kona og maður
 Eiga að sitja við sama borð.
 Piltur og stúlka
 Þetta eru aðeins orð.
 Seint mun fólki sæma
 Í krafti sannfæringar
 Aðra menn að dæma.
 Við erum öll úr sama efni
 Syngjum öll í sama kór.
 Það er sama hvern ég nefni
 Hvort þú ert lítill eða stór.
 Þá sannast það að nýju
 Að allir þurfa hrós
 Líkt og sálin þarfnast hlýju
 Þarf lífið sólarljós
 Við erum öll úr sama efni
 Við erum öll úr sama efni
 Syngjum öll í sama kór.
 Það er sama hvern ég nefni
 Hvort þú ert lítill eða stór.
 Þá sannast það að nýju
 Að allir þurfa hrós,
 Líkt og sálin þarfnast hlýju
 Þarf lífið sólarljós.

Audio Features

Song Details

Duration
03:09
Key
7
Tempo
152 BPM

Share

More Songs by Björn Og Félagar

Albums by Björn Og Félagar

Similar Songs