Biðröð Mistaka

3 views

Lyrics

Aragrúi vonlausra væntinga
 Eins og óútfyllanlegt eyðublað
 
 Ótæmandi listi vonbrigða, sjálfsvorkunar
 Vottaður stimpli fyrirlitningar
 Dagur sérhver, biðröð mistaka
 ♪
 Biðröð mistaka
 ♪
 Reginskari hálfreyndra hugmynda
 Eins og ástarbréf ofan í tætara
 
 Ævistarfi raðað í kompuna, neðstu hilluna
 Ólesnir, rykfallnir doðrantar
 Dagur sérhver, biðröð mistaka
 ♪
 Biðröð mistaka
 ♪
 Nauðbeygður opnarðu augun
 Þú vissir aldrei að ég elska þig
 Þú varst hatari
 Þrálátur en samt svo þögull
 Hrópandinn í eyðimörkinni
 Þú hataðir
 Nauðbeygður opnarðu augun
 Þú vissir aldrei að ég elska þig
 Þú varst hatari
 Þrálátur en samt svo þögull
 Hrópandinn í eyðimörkinni
 Þú hataðir
 Biðröð mistaka
 ♪
 Eins og ástarbréf ofan í tætara
 Aragrúi, aragrúi vonlausra væntinga
 ♪
 Biðröð mistaka
 

Audio Features

Song Details

Duration
03:56
Tempo
120 BPM

Share

More Songs by Hatari

Similar Songs