Fjaðrir

6 views

Lyrics

Ég finn fjaðrir þínar falla,
 ég sé þig breyta um lit.
 Skýjaborgir skyggja á þig,
 þú ferð ekki á flug.
 Hugsar þú til mín?
 Við eigum nóttina,
 finnum stjörnurnar,
 við förum lengra en þær.
 Saman látum við augu okkar lýsa.
 Frostið tekur völdin,
 brýtur vængi þína,
 máttlaus um myrka nótt.
 Fallnar fjaðrir þínar tættar,
 liggja á víð og dreif.
 Bilið milli okkar breikkar,
 ég sé þig síðar meir.
 Sjáðu stjörnurnar,
 komdu út í nóttina,
 augu okkar lýsa.
 Frostið tekur völdin,
 brýtur vængi þína,
 máttlaus um myrka nótt.
 Manstu þá, við tvö,
 manstu þá við flugum hátt.
 Sjáðu nú, við hröpum
 í sitthvora átt.
 Frostið,
 brýtur,
 máttlaus um myrka nótt.
 Frostið tekur völdin,
 brýtur vængi þína,
 máttlaus um myrka nótt.
 

Audio Features

Song Details

Duration
03:04
Tempo
100 BPM

Share

More Songs by Sunday

Similar Songs